Ruben Amorim stjóri Manchester United er ánægður með stuðningsyfirlýsingu eigandans Sir Jim Ratcliffe á dögunum.
Þrátt fyrir að afar erfiðlega hafi gengið hjá Portúgalanum á um ári í starfi á Old Trafford sagði Ratcliffe að hann fengi traustið í allavega þrjú ár.
„Hann er alltaf að segja mér það, stundum sendir hann mér skilaboð. Það er mjög gott að fá að heyra af svona stuðningi því þetta neikvæða flýgur oft ansi hátt,“ segir Amorim um þetta.
United hefur, eins og í fyrra, gengið illa á þessari leiktíð og mætir Liverpool á Anfield á sunnudag í næsta leik.
„Það sem skiptir alltaf mestur máli er næsti leikur,“ segir Amorim brattur.