Ray Anthony Jónsson er nýr þjálfari Knattspyrnudeildar Grindavíkur og mun stýra karlaliði félagsins í Lengjudeildinni næsta sumar.
Ray hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur og semur til tveggja ára og mun Marko Valdimar aðstoða hann. Einnig var skrifað undir við Milan Stefán Jankovic sem mun vera teyminu innan handar. Þeir eru feðgar og munu aðstoða RAy.
Ray var leikmaður Grindavíkur um langt skeið og reyndist félaginu afar vel.
„Við erum með mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og bindum við miklar vonir um að þetta Grindvíska teymi hjálpi þeim og klúbbnum að taka næsta skref,“ segir á vef Grindavíkur