Thomas Tuchel fer vel af stað sem landsliðsþjálfari Englands og hefur liðið unnið alla leiki undir hans stjórn, að undanskildu tapi gegn Senegal í vináttulandsleik í sumar.
England hefur unnið alla sex leikina í undankeppni HM og er komið á lokamótið. Tryggði liðið sætið með stæl á þriðjudag, með 0-5 útisigri á Lettlandi.
Það sem meira er að þá hefur enska liðið ekki heldur fengið á sig mark í þessum sex leikjum. Er Tuchel fyrsti landsliðsþjálfari í sögu Englands til að vinna fyrstu sex keppnisleiki sína og halda hreinu.
Eins og alltaf verða miklar vonir og væntingar bundnar við enska liðið í lokakeppni HM vestan hafs næsta sumar.
1 – Last night against Latvia, Thomas Tuchel became the first ever England manager to win his first six competitive matches without conceding a single goal. Elite. pic.twitter.com/i993UXpekH
— OptaJoe (@OptaJoe) October 15, 2025