fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensku stórliðin Arsenal og Manchester City, spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid og Inter Miami vestan hafs eru öll að fylgjast með hinum 17 ára gamla Gilberto Mora.

Mora, sem er miðjumaður frá Mexíkó, sprakk út með aðalliði Club Tijuana í fyrra og hefur hann þá vakið athygli með U-20 ára liði þjóðar sinnar, auk þess sem hann lék með A-landsliðinu er það vann Gullbikarinn í sumar.

Áðurnefnd stórlið sjá hann sem stjörnu fyrir framtíðina, en hann má þó ekki skrifa undir í Evrópu fyrr en næsta haust, þegar hann verður 18 ára gamall. Inter Miami vonast til að Lionel Messi geti hjálpað til við að lokka hann þangað.

Mora var aðeins 15 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild Mexíkó. Er hann þá á meðal yngstu markaskorara deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baleba ekki lengur efstur á óskalista United

Baleba ekki lengur efstur á óskalista United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Í gær

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United
433Sport
Í gær

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“