fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“

433
Miðvikudaginn 15. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson segir að það hafi skyndilega verið líkt og ákvörðun hafi verið tekin um að hann væri ekki lengur inni í myndinni hjá KA í sumar. Hann er á förum frá Akureyrarfélaginu eftir tímabil og ræddi þessi mál við Fótbolta.net.

„Ég kem í fyrra til KA, var í engu standi og er svolítið lengi í gang. Þegar ég svo kemst inn í liðið þá komumst við á magnað skrið, fórum úr einhverjum örfáum stigum í það að vera hársbreidd frá efri hlutanum, vinnum bikarinn og komumst í Evrópu. Við vorum að vinna stærri liðin heima, oft öruggt, og ég komst sjálfur í gang þegar leið á. Ég átti þátt í nokkuð mörgum mörkum og þetta var virkilega flott eftir fyrri umferðina,“ sagði Viðar, sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku í fyrra.

„Það var planið að byggja ofan á það, ýmislegt sem ég lagði á mig í vetur til að gera það. Ég lenti í því að meiðast í janúar, fannst mér ég vera í fínu standi komandi inn í tímabilið en held það hafi verið liðnar 20 mínútur af 2. umferðinni þegar ég togna. Það er þétt spilað í byrjun móts svo ég missi af næstu leikjum, slæm byrjun fyrir mig, var frá í þrjár vikur.

Liðinu gekk alls ekki vel, enginn í raun sem spilaði vel og við náðum ekki í úrslit. Ég spila 1-2 leiki eftir meiðslin en svo fannst mér eins og hefði verið ýtt á einhvern takka, ákveðið að ég myndi bara ekki spila mikið meira,“ sagði Viðar.

Viðar segir að seinni hluta sumars sé eins og Hallgrímur Jónasson þjálfari hafi ákveðið að veðja á aðra menn og að skyndilega væri krafta Viðars vart óskað lengur.

„Ég byrjaði síðasta leikinn í fyrri umferðinni en spila svo bara einhverjar 40 mínútur spilaðar í næstu ellefu leikjum. Ég veit ekki af hverju, en það var eins og maður hefði verið tekinn út fyrir sviga og ákveðið að maður myndi ekki spila mikið meira. Það var einhver áherslubreyting eða hvað það var, ákveðið að spila einhverjum öðrum leikmönnum, eða þannig leit það allavega út. Ég fattaði það bara mjög snemma og þótti það leiðinlegt. Mér fannst ég eiga skilið að spila meira, ég er búinn að vera heill heilsu og æfa eins og vitleysingur núna í nokkra mánuði, en ekkert spilað. Mig langaði að fara um mitt sumar og fara eitthvert sem ég fengi að spila, en það gekk ekki upp. Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt, varðandi spiltímann, í sumar.“

Viðtalið í heild er hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Í gær

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans