Undankeppni HM 2026 er á fullu og nokkur lið, þar á meðal England og ríkjandi heimsmeistarar Argentínu, hafa þegar tryggt sér sæti á lokamótinu.
Heimsmeistaramótið fer fram 11. júní til 19. júlí 2026 og verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þetta verður stærsta HM frá upphafi með 48 þjóðum, sextán fleiri en áður.
Drátturinn fyrir riðlakeppni HM fer fram í Washington þann 5. desember. Þess má geta að á þeim tímapunkti verður ekki alfarið ljóst hvaða lið taka þátt í mótinu, en umspilið fer fram í mars á næsta ári og vonast Ísland til að vera þar.
Gianni Infantino forseti FIFA og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu sjá um drátinn í riðlakeppnina.