Breiðablik fór þægilega áfram í 16-liða úrslit Evrópubikarsins með jafntefli í seinni leiknum gegn Subotica í Serbíu í dag.
Íslandsmeistararnir unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli 4-0 og því í afar vænlegri stöðu fyrir leik dagsins. Sigur í einvíginu var aldrei í hættu.
Ekkert var skorað fyrr en á 54. mínútu. Þá kom Kim Soyi Subotica yfir. Heiða Ragney Viðarsdóttir jafnaði fyrir Breiðablik á 79. mínútu.
Lokatölur 1-1 og 5-1 fyrir Blika samanlagt. Dregið verður í 16-liða úrslitin á föstudag.