Svíþjóð hefur lent í miklum vandræðum í undankeppni HM og tapaði liðið 0-1 gegn Kósóvó á heimavelli í gær. Sitja Svíar nú á botni riðilsins með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki.
Liðið, undir stjórn Jon Dahl Tomasson, hefur tapað þremur af fjórum leikjum og veltur möguleiki þeirra á að komast á HM nú á því að vinna báða síðustu leikina og að Kósóvó tapi stigum í sínum.
Sænskir fjölmiðlar hafa farið hörðum orðum um bæði leikmenn og þjálfara eftir tapið. Sérstaklega hafa þeir gagnrýnt framherjana Alexander Isak og Viktor Gyokeres, sem hvorugir hafa skorað í undankeppninni.
Fotbollskanalen sagði Gyökeres vera skuggann af sjálfum sér og skrifaði svipað um Isak. Expressen segir að leikmenn virki algjörlega brotnir.
Þar kom einnig fram að næsta víst væri að Tomasson fengi að taka pokann sinn á næstunni.