fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 16:00

Graham Potter / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, fyrrverandi stjóri Chelsea, Brighton og West Ham, hefur lýst yfir áhuga á að taka við sænska landsliðinu eftir að Jon Dahl Tomasson var látinn fara.

Potter, sem var rekinn frá West Ham í september eftir slæma byrjun í ensku úrvalsdeildinni, sagði í viðtali við Fotbollskanalen að hann væri opinn fyrir starfinu.

„Ég heyrði bara fréttirnar núna. Það er sorglegt, auðvitað, en já. Ég er reyndar í Svíþjóð akkúrat núna, í húsinu mínu hér. Ég er milli starfa eftir að hafa yfirgefið úrvalsdeildina,“ sagði Potter.

„Starfið sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar er heillandi. Ég hef miklar taugar til Svíþjóðar og elska sænska knattspyrnu. Ég á henni margt að þakka, þannig að það væri frábært tækifæri fyrir mig.“

Potter stýrði Östersund frá 2011 til 2018 og leiddi félagið úr fjórðu deild upp í efstu deild, auk þess sem hann gerði það gott í Evrópudeildinni þegar liðið vann Arsenal á Emirates árið 2018.

Svíar eru í botnsæti B-riðils í undankeppni HM með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki og hafa aðeins veika von um að komast á lokamótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi valinn bestur eftir ótrúlegt tímabil

Messi valinn bestur eftir ótrúlegt tímabil
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Í gær

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“