fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 16:00

Graham Potter / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, fyrrverandi stjóri Chelsea, Brighton og West Ham, hefur lýst yfir áhuga á að taka við sænska landsliðinu eftir að Jon Dahl Tomasson var látinn fara.

Potter, sem var rekinn frá West Ham í september eftir slæma byrjun í ensku úrvalsdeildinni, sagði í viðtali við Fotbollskanalen að hann væri opinn fyrir starfinu.

„Ég heyrði bara fréttirnar núna. Það er sorglegt, auðvitað, en já. Ég er reyndar í Svíþjóð akkúrat núna, í húsinu mínu hér. Ég er milli starfa eftir að hafa yfirgefið úrvalsdeildina,“ sagði Potter.

„Starfið sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar er heillandi. Ég hef miklar taugar til Svíþjóðar og elska sænska knattspyrnu. Ég á henni margt að þakka, þannig að það væri frábært tækifæri fyrir mig.“

Potter stýrði Östersund frá 2011 til 2018 og leiddi félagið úr fjórðu deild upp í efstu deild, auk þess sem hann gerði það gott í Evrópudeildinni þegar liðið vann Arsenal á Emirates árið 2018.

Svíar eru í botnsæti B-riðils í undankeppni HM með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki og hafa aðeins veika von um að komast á lokamótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sverrir brattur eftir magnaða frammistöðu – „„Að svara eftir föstudaginn var sérstaklega gott“

Sverrir brattur eftir magnaða frammistöðu – „„Að svara eftir föstudaginn var sérstaklega gott“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs eftir jafnteflið – „Við vorum að læra af síðasta leik“

Arnar Gunnlaugs eftir jafnteflið – „Við vorum að læra af síðasta leik“