fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

433
Mánudaginn 13. október 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er áhugavert kvöld framundan í Laugardalnum þegar Ísland tekur á móti Frakklandi í undankeppni Evrópumótsins, eftir fína byrjun í riðlinum kom bakslag gegn Úkraínu á föstudag. Liðið fékk á sig fimm mörk á heimavelli, sjaldséð sjón hjá íslensku landsliði.

Tölfræði liðsins með boltann var hins vegar góð og Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins hamrar á því eftir leikinn. „Ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með bolta frá stofnun landsliðsins, með boltann . Það þarf enginn að trúa mér, það þarf bara að kíkja í tölfræðina, þetta eru allt opinberar tölur. Þá er ég að tala um hátt skrifað lið á FIFA listanum. Það þarf að fara aftur fyrir lið í 100. sæti til að finna sambærilega frammistöðu með boltann,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í gær.

En tölfræðin vinnur ekki leiki eins og margur þekkir, þó frammistaðan hafi verið góð voru vankantar í varnarleik liðsins. Úkraína er í sæti 28 á lista FIFA en í gegnum árin hefur íslenska liðið oft náð í úrslit gegn þjóð í þeim styrkleika og ofar.

Orð Arnars eiga svo sannarlega einhvern rétt á sér en sigur íslenska landsliðsins haustið 2012 gegn Noregi var álíka þegar kemur að tölfræði, gríðarlegir yfirburðir íslenska liðsins sem vann 2-0 sigur.

Á gullöld landsliðsins voru þó oft önnur gildi og til gamans skoðum við hér tíu bestu úrslit landsliðsins á þeim tíma. Liðið fékk á sig lítið af mörkum og var ansi klókt að sækja úrslit.

Ísland 2 – 0 Noregur (September 2012)
Tölfræðin ekki ósvipuð og í tapi Ísland gegn Úkraínu á föstudag en niðurstaðan önnur, Kári Árnason og Alfreð Finnbogason með mörkin. Noregur var þarna í 26 sæti á heimslista FIFA en Úkraína er í dag í 28 sæti.

Sviss 4 – 4 Ísland (September 2013)
Sviss sat þarna í 15 sæti á heimslista FIFA, við fórum á útivöll og skoruðum fjögur mörk. Þrenna frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og Kolbeinn Sigþórsson með eitt mark.

Ísland 3 – 0 Tyrkland (September 2014)
Þarna voru Tyrkir metnir í svipuðum styrkleika og Úkraína í dag, komu á Laugardalsvöll og voru flengdir 3-0.

Ísland 2 – 0 Holland (Október 2014)
Holland mætti á Laugardalsvöll sem fjórða besta lið í heimi samkvæmt styrkleikarlista FIFA, teknir í bakaríið á Laugardalsvelli. Gylfi Þór Sigurðsson með bæði mörkin

Holland 0 – 1 Ísland (September 2015)
Hollendingar þarna tæpu ári síðan komnir í 12 sæti á styrkleikalista FIFA en það þótti afrek fyrir íslenskt landslið að vinna þar 0-1 sigur.

Portúgal 1 – 1 Ísland (Júní 2016)
Í fyrsta leik á Evrópumóti, þarna var Portúgal talið 8 besta landslið í heimi en við gerðum jafntefli við þá. Birkir Bjarnason sá um að skora markið.

Draumurinn á EM gaf vel í kassann hjá öllum

Ísland 2 – 1 England (Júní 2016)
Ellefta besta landslið í heimi á þessum tímapunkti átti ekki séns í öflugt íslenskt landslið.

Ísland 1 – 0 Króatía (Júní 2017)
Þarna sem 18 besta landslið í heimi samkvæmt lista FIFA mætti á Laugardalsvöll og fór heim með 0 stig.

Tyrkland 0 – 3 Ísland (Október 2017)
Tyrkir ekki í sínum hæstu hæðum, í sæti 33 á lista FIFA þarna en að fara á útivöll og vinna þá 0-3 þótti magnað afrek.

Argentína 1 – 1 Ísland (Júní 2018)
Fimmta besta landslið í heimi á þessum tímapunkti mætti Íslandi í fyrsta leik á HM í Rússlandi, niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem Lionel Messi lenti í klóm Hannesar Halldórssonar á eftirminnilegan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gerrard hafnar starfinu – Segja Grétar Rafn koma að því að finna næsta mann

Gerrard hafnar starfinu – Segja Grétar Rafn koma að því að finna næsta mann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi Þór í ítarlegu einkaviðtali: Hamingjusamur Íslandsmeistari sem vill komast aftur í landsliðið – „Mitt álit skiptir engu máli, Arnar velur hópinn“

Gylfi Þór í ítarlegu einkaviðtali: Hamingjusamur Íslandsmeistari sem vill komast aftur í landsliðið – „Mitt álit skiptir engu máli, Arnar velur hópinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“
433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í 38 ár sem þetta gerist á Íslandi

Í fyrsta sinn í 38 ár sem þetta gerist á Íslandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak gáttaður – „Hef aldrei séð svona“

Ísak gáttaður – „Hef aldrei séð svona“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur