Ísland gerði verðksuldað 2-2 jafntefli við Frakkland í undankeppni HM í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks eftir klafs í teignum í kjölfar aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar.
Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og það mjög verðskuldað, en liðið hleypti Frökkum ekki í eitt færi fyrir hlé.
Frakkar komu mun sterkari út í seinni hálfleikinn og sneru leiknum við með mörkum Christopher Nkunku og Jean Philippe Mateta um hann miðjan.
Íslendingar dóu þó ekki ráðalausir og skömmu síðar jafnaði Kristian Nökkvi Hlynsson eftir skyndisókn.
Lokatölur 2-2. Ísland er nú með 4 stig í riðlinum, 3 stigum á eftir Úkraínu og vonin um HM lifir.
Þetta hafði þjóðin að segja á X-inu.
Hreinræktaðar sexur? Nje, bara tvö good shit 2003 módel af Skaganum sem elska að hlaupa. pic.twitter.com/uinS4dCrYT
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) October 13, 2025
2-2 gegn Frakklandi það er söguleg stund og takk frá mér. Þvílík bongóblíða líka. pic.twitter.com/1XVgtBbpQA
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) October 13, 2025
Geggjað stig gegn stjörnu prýddu liði Frakka. Stig sem gæti vegið þungt þegar upp er staðið. Frábær barátta og liðsandi upp á 10. Liðsheildin flott en fremstir meðal jafningja Gulli, Sverrir, Daníel Leó, Mikael Egill og Hákon.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 13, 2025
Djöfulsins helvitis fucking helviti
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) October 13, 2025
Alvöru svar hjá Gulla Victori, magnaður í þessum fyrri hálfleik 🤌
Svona gera alvöru menn! pic.twitter.com/50LfAAgbq7
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) October 13, 2025
Frábær úrslit, frábær frammistaða. Það er svona sem íslenskt landslið þarf að spila gegn flest öllum liðum til að sækja úrslit. Varnarleikur, agi og vinnusemi. Draumurinn um HM í Bandaríkjunum lifir
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 13, 2025
Mikael Egill djöfull var hann góður í þessum fyrri hálfleik kommon you ICELAND
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) October 13, 2025
Andi 1998 svífur yfir vötnum!
— Árni Jóhannsson (@arnijo) October 13, 2025
Gulli bestur i heimi aftur!
— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) October 13, 2025
Flottur fyrri hálfleikur hjá strákunum. Varnarleikur til fyrirmyndar. Árræðnir og óttalausir og bera enga virðingu fyrir frönsku stórstjörnunum. Gaman að sjá þennan baráttuanda. Áfram svona í seinni og þá er allt hægt.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 13, 2025
ALDREI VEKJA MIG
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) October 13, 2025
Jájá Gulli, hleypum Nkunku bara á hægri #fotboltinet
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) October 13, 2025