Ísland gerði verðksuldað 2-2 jafntefli við Frakkland í undankeppni HM í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks eftir klafs í teignum í kjölfar aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar.
Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og það mjög verðskuldað, en liðið hleypti Frökkum ekki í eitt færi fyrir hlé.
Frakkar komu mun sterkari út í seinni hálfleikinn og sneru leiknum við með mörkum Christopher Nkunku og Jean Philippe Mateta um hann miðjan.
Íslendingar dóu þó ekki ráðalausir og skömmu síðar jafnaði Kristian Nökkvi Hlynsson eftir skyndisókn.
Lokatölur 2-2. Ísland er nú með 4 stig í riðlinum, 3 stigum á eftir Úkraínu og vonin um HM lifir.