Kristian Nökkvi Hlynsson var í skýjunum eftir mark sitt í 2-2 jafntefli Íslands og Frakklands í undankeppni HM í kvöld.
Leikurinn á Laugardalsvelli var spennandi þar íslenska liðið komst yfir en Frakkar komust svo í 2-1. Það var svo Kristian Nökkvi sem jafnaði fyrir okkar menn.
„Við erum mjög sáttir, gott að fá stig gegn svona góðu liði. Maður vill öll þrjú stigin á heimavelli en við fengum ekki sénsinn,“ sagði Kristian Nökkvi eftir leikinn við 433.is.
Um markið sitt hafði Kristian Nökkvi þetta að segja. „Það er geggjað, að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað.“
„Völlurinn er mjög góður, það er hægt að spila mjög góðan fótbolta á þessum velli.“
Íslenska liðið er nú þremur stigum á eftir Úkraínu í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir.