Elías Rafn Ólafsson var frábær í marki Íslands í 2-2 jafntefli Íslands og Frakklands í undankeppni HM í kvöld.
Leikurinn á Laugardalsvelli var spennandi þar íslenska liðið komst yfir en Frakkar komust svo í 2-1. Það var svo Kristian Nökkvi Hlynsson sem jafnaði fyrir okkar menn.
„Þetta er sterkt stig, þetta hefði getað farið okkar á veg og tekið þrjú stig. Þetta er stig sem ber að virða,“ sagði Elías eftir leik.
„Það er gott að fara með þetta inn í nóvember, okkur leið vel á vellinum.“
Íslenska liðið er nú þremur stigum á eftir Úkraínu í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir.