fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. október 2025 20:42

Sverrir Ingi Ingason. Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði verðksuldað 2-2 jafntefli við Frakkland í undankeppni HM í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks eftir klafs í teignum í kjölfar aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar.

Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og það mjög verðskuldað, en liðið hleypti Frökkum ekki í eitt færi fyrir hlé.

Frakkar komu mun sterkari út í seinni hálfleikinn og sneru leiknum við með mörkum Christopher Nkunku og Jean Philippe Mateta um hann miðjan.

Íslendingar dóu þó ekki ráðalausir og skömmu síðar jafnaði Kristian Nökkvi Hlynsson eftir skyndisókn.

Lokatölur 2-2. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Elías Rafn Ólafsson – 7
Öruggur í sínum aðgerðum og lítið út á hann að setja í mörkunum.

Mikael Egill Ellertsson – 8 
Frábær á báðum endum vallarins í dag. Mikil orka og skapaði usla.

Guðlaugur Victor Pálsson – 7
Frábær í fyrri hálfleik, traustur til baka og kemur Íslandi yfir. Leit ekki vel út í fyrsta marki Frakka og gat hugsanlega gert betur í marki númer tvö.

Sverrir Ingi Ingason – 8 – Maður leiksins
Leiðtoginn í vörninni til fyrirmyndar stærstan hluta leiks, öryggið uppmálað.

Daníel Leó Grétarsson – 7
Frábær fyrri hálfleikur og heilt yfir mjög góður. Sat þó eftir í öðru marki Frakka og leit ekki nógu vel út þar.

Logi Tómasson (61′) – 7
Alvöru vakt hjá Loga sem var eins og klettur varnarlega fyrir íslenska liðið í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson – 8
Steig upp eftir síðasta leik, alvöru mótor á miðjj Íslands.

Hákon Arnar Haraldsson – 7
Kannski ekki mjög áberandi fram á við, var líka aftar en hann er gjarnan og skilaði góðu starfi þar.

Sævar Atli Magnússon (45′) – 7
Berst eins og ljón og á risaþátt í að Ísland fær aukaspyrnuna sem Ísland Guðlaugur skorar í. Þurfti því miður að fara af velli vegna meiðsla skömmu síðar.

Daníel Tristan Guðjohnsen (46′) – 7
Góður í pressunni og barningnum í fyrri hálfleik þó hann hafi ekki verið mjög líklegur fyrir framan markið.

Albert Guðmundsson – 8
Eins og alltaf algjör lykill að okkar sóknarleik. Aukaspyrna hans bjó til fyrsta markið og lagði svo upp mark tvö.

Varamenn
Brynjólfur Andersen (45′) – 7
Kristian Nökkvi Hlynsson (46′) – 7
Jón Dagur Þorsteinsson (61′) – 7
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Wilshere á að snúa gengi Luton við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti