Daníel Leó Grétarsson stóð vaktina eins og klettur í 2-2 jafntefli Íslands og Frakklands í undankeppni HM í kvöld.
Leikurinn á Laugardalsvelli var spennandi þar íslenska liðið komst yfir en Frakkar komust svo í 2-1. Það var svo Kristian Nökkvi Hlynsson sem jafnaði fyrir okkar menn.
„Þú ferð í hvern fótboltaleik til að vinna, við tökum eitt stig og förum fullir sjálfstraust í næsta verkefni,“ sagði Daníel við 433.is eftir leikinn í kvöld.
Íslenska liðið er nú þremur stigum á eftir Úkraínu í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir.
„Frakkar fengu ekki mörg færi, þeir voru mikið með boltann í endann og setja pressu á okkur.“
„Við fengum fimm mörk á okkur í síðasta leik, mér leið ekki eins og það væri fimm marka leikir. Við erum gott lið og verðum betri og betri með hverjum leiknum.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.