fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs eftir jafnteflið – „Við vorum að læra af síðasta leik“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. október 2025 21:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líður bara mjög vel, ótrúlegt effort. Hver einasti maður barðist til síðasta blóðdropa, gegn frábæru liði sem er líkamlega sterkt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands á Sýn eftir 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í kvöld.

Eftir 3-5 tap gegn Úkraínu var frammistaða íslenska liðsins öguð í kvöld, gegn næst besta landsliði í heimi spiluðu drengirnir frábærlega.

„Við sýndum sterkan karakter, við vorum að læra af síðasta leik. Við vorum agaðir og skipulagðir, við héldum okkur inni í augnablikinu. Þú vilt að liðið sé að bæta sig leik frá leik.“

Frakkarnir lentu undir í leiknum og virtust þá setja í næsta gír.

„Þeir breyttu um gír eftir fyrsta markið okkar, þeirra gír er aðeins kraftmeiri en okkar. Það er einmanalegt að lenda undir gegn svona liði, ég þekki þá tilfinningu sjálfur. Þeir sem komu inn stóðu sig vel, komu sér inn í leikinn. Við þurftum að skipa því leikmenn voru búnir á því. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum.“

„Þetta er lærdómur fyrir mig, hver leikur er ótrúlega mikilvægur og erfiður. Ég og leikmenn og þjóðin, þessi gluggi fór ekki alveg jafn vel og við vonuðumst til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Wilshere á að snúa gengi Luton við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti