fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

KSÍ leitar að lögfræðingi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 17:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ auglýsir nú starf lögfræðings hjá sambandinu laust. Hauk­ur Hinriks­son hætti hjá KSÍ og tók við sem framkvæmdastjóri Víkings R. á dögunum.

Af vef KSÍ
KSÍ óskar eftir að ráða metnaðarfullan lögfræðing til starfa á skrifstofu KSÍ.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón með lögum og reglugerðum sambandsins.
  • Vinna með ýmsum nefndum KSÍ sem starfsmaður, s.s. laga- og leikreglnanefnd, samninga-og félagaskiptanefnd og aga- og úrskurðarnefnd og siðanefnd KSÍ.
  • Vinna með áfrýjunardómstóli KSÍ.
  • Aðstoð við úrlausn deilumála og nefndarúrskurði og dóma.
  • Verkefni tengd innlendum og erlendum félagaskiptum.
  • Umsjón með samningagerð KSÍ við þriðju aðila s.s. styrktaraðila, samstarfsaðila og leigutaka.
  • Ýmis verkefni tengd ársþingi KSÍ, s.s. útsending bréfa, tillögugerð, yfirferð kjörbréfa og aðstoð við kjörnefnd og kjörbréfanefnd.
  • Almenn þjónusta og ráðgjöf við aðildarfélög KSÍ, stjórnarfólk og starfsfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Reynsla af lögfræðiráðgjöf og úrlausn álitamála.
  • Góð þekking á félagarétti, samningarétti, vinnurétti og góðum stjórnarháttum.
  • Mjög góð hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti á ensku og íslensku.
  • Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni.
  • Leiðtogahæfileikar og rík þjónustulund.
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
  • Þekking og/eða reynsla af starfsumhverfi knattspyrnuhreyfingarinnar.

Umsóknarfrestur er til 23. janúar.  Smellið hér til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi (geirlaug@hagvangur.is).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill