Manchester United er að ganga frá kaupum á Cristian Orozco fyrirliða U17 ára landsliðs Kólumbíu.
Orozco er varnarsinnaður miðjumaður sem gekk í raðir Fortaleza í sumar.
Hann hefur spilað níu leiki fyrir U17 ára lið Kólumbíu og mun ganga í raðir United næsta sumar, þegar hann verður 18 ára gamall.
United hefur verið að horfa meira til Suður-Ameríku en félagið keypti bakvörinn Diego Leon í sumar.
United skoðaði að kaupa Moises Caicedo fyrir fimm árum síðan en vildi þá ekki borga 5,5 milljónir punda, hann hefur svo slegið í gegn á Englandi.