Það er ekkert leyndarmál að það er nóg til hjá norska framherjanum Erling Haaland sem spilar með Manchester City.
Haaland er einn launahæsti leikmaður Englands en hann er í sambandi með konu sem ber nafnið Isabel Haugseng.
Mail greinir nú frá því að Haaland hafi ákveðið að dekra við kærustu sína í sumar og keypti Birkin tösku sem kostar 330 þúsund pund.
Það gerir um 54 milljónir íslenskar krónur en um er að ræða mjög sjaldgæfa tösku sem er til í takmörkuðu magni.
Isabel hefur sjálf birt mynd af sér með töskunni en kærustuparið er saman í sumarfríi þessa stundina.
Haaland og Isabel hafa verið í sambandi í mörg ár eða alveg frá því að leikmaðurinn lék í akademíu Byrne í Noregi.