fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. júlí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Farke hefur staðfest það að sóknarmaðurinn Mateo Joseph vilji komast burt frá félaginu í sumar.

Joseph hefur neitað að hitta liðsfélaga sína á undirbúningstímabilinu en hann er ákveðinn í að kveðja Leeds og það sem fyrst.

Farke, stjóri Leeds, hefur rætt við leikmanninn og bað hann um að snúa aftur til æfinga en það skilaði litlum árangri.

Joseph er 21 árs gamall sóknarmaður en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 41 leik fyrir Leeds á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér sæti í efstu deild.

Hann hefur leikið með Leeds frá 2022 en hann er uppalinn á Spáni og var áður hjá Espanyol og Racing Santander.

,,Ég hef rætt hreinskilnislega við hann um stöðuna og mælti með því að hann myndi láta eins og atvinnumaður á meðan við finnum lausn á málinu,“ sagði Farke.

,,Hann sagðist ekki vera í andlegu ástandi til að gera það. Hvað get ég gert? Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis
433Sport
Í gær

Hafa áhyggjur af sínum manni sem sást á vinsælum skemmtistað á Ibiza – Ástarsorg gæti haft áhrif á frammistöðuna

Hafa áhyggjur af sínum manni sem sást á vinsælum skemmtistað á Ibiza – Ástarsorg gæti haft áhrif á frammistöðuna
433Sport
Í gær

Búinn að segja félaginu að hann vilji semja við Chelsea og var hvergi sjáanlegur í gær

Búinn að segja félaginu að hann vilji semja við Chelsea og var hvergi sjáanlegur í gær