fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
433Sport

De Bruyne segir Conte að fara til Manchester og sækja félaga sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. júní 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin De Bruyne, nýr leikmaður Napoli, hefur hvatt nýja stjórann sinn, Antonio Conte, til að sækja Jack Grealish frá Manchester City.

The Sun fjallar um málið. De Bruyne yfirgaf City í sumar á frjálsri sölu eftir frábær tíu ár hjá félaginu og hefur Grealish sterklega verið orðaður í burtu.

Napoli, sem varð ítalskur meistari í vor, er í leit að kantmanni og hafa Grealish og Alejandro Garnacho hjá Manchester United til að mynda verið orðaðir við félagið.

De Bruyne hefur nú að minnsta kosti mælt með því að Conte fái Grealish, en launakröfur hans gætu reynst hindrun í viðræðunum.

Grealish gekk í raðir City fyrir 100 milljónir punda frá Aston Villa árið 2021. Hann hefur átt góðar rispur en heilt yfir ekki staðið undir þessum háa verðmiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Ákveður að skella sér í stóru seðlana í Sádi-Arabíu

Ákveður að skella sér í stóru seðlana í Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma Ten Hag í kortunum?

Óvænt endurkoma Ten Hag í kortunum?
433Sport
Í gær

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“
433Sport
Í gær

Knattspyrnudómari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum

Knattspyrnudómari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum
433Sport
Í gær

Segir söguna frá kvöldinu þar sem Channing Tatum breytti karlmönnum í Magic Mike – „Síðan heyrðist ekkert“

Segir söguna frá kvöldinu þar sem Channing Tatum breytti karlmönnum í Magic Mike – „Síðan heyrðist ekkert“