fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

De Bruyne segir Conte að fara til Manchester og sækja félaga sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. júní 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin De Bruyne, nýr leikmaður Napoli, hefur hvatt nýja stjórann sinn, Antonio Conte, til að sækja Jack Grealish frá Manchester City.

The Sun fjallar um málið. De Bruyne yfirgaf City í sumar á frjálsri sölu eftir frábær tíu ár hjá félaginu og hefur Grealish sterklega verið orðaður í burtu.

Napoli, sem varð ítalskur meistari í vor, er í leit að kantmanni og hafa Grealish og Alejandro Garnacho hjá Manchester United til að mynda verið orðaðir við félagið.

De Bruyne hefur nú að minnsta kosti mælt með því að Conte fái Grealish, en launakröfur hans gætu reynst hindrun í viðræðunum.

Grealish gekk í raðir City fyrir 100 milljónir punda frá Aston Villa árið 2021. Hann hefur átt góðar rispur en heilt yfir ekki staðið undir þessum háa verðmiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu