Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska stórliðsins Brann. Skrifar hann undir fjögurra ára samning.
Sævar kemur frá Lyngby á frjálsri sölu, en samningur hans við danska liðið var að renna út.
Íslenski landsliðsmaðurinn hafði verið hjá Lyngby í fjögur ár, fyrst eitt tímabil í B-deildinni og svo úrvalsdeildinni, þaðan sem liðið féll á ný á dögunum.
Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari Brann, en hann fékk Sævar til Lyngby á sínum tíma.
Brann er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á þó leik til góða.