fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fulltrúar De Bruyne mættir til Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. maí 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Kevin De Bruyne mættu til Ítalíu í dag til að klára smáatriði í tengslum við skipti leikmannsins til Napoli. Þetta kemur fram í helstu miðlum.

Samningur Belgans við Manchester City er að renna út og verður hann ekki framlengdur. Hann er því á förum eftir tíu frábær ár og útlit fyrir að það verði til Ítalíumeistara Napoli.

Forráðamenn Napoli eru bjartsýnir á að klára samkomulag við De Bruyne, sem kemur að sjálfsögðu frítt, á næstu tveimur sólarhringum.

De Bruyne er 33 ára gamall og vann hann allt sem hægt er að vinna hjá City, þar á meðal Englandsmeistaratitilinn sex sinnum.

Á þessari leiktíð skoraði De Bruyne fjögur mörk og lagði upp sjö í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona