Cesc Fabregas hafnaði því að taka við ítalska liðinu Roma á dögunum samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Spánverjinn gerði frábæra hluti með nýliða Como í Serie A á nýafstaðinni leiktíð og hafnaði liðið í 10. sæti.
Claudio Ranieri hefur yfirgefið Roma og reyndi félagið að fá Fabregas í staðinn. Hann vill hins vegar vera áfram með Como.
Fabregas hafði verið einnig orðaður við stjórastólinn hjá Bayer Leverkusen í kjölfar brottfarar Xabi Alonso. Hann virðist hins vegar staðráðinn í að halda áfram með verkefni sitt hjá Como.