Fram vann sterkan sigur á KR í Laugardalnum í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar karla.
Jakob Byström kom Fram yfir eftir rúman stundarfjórðung en Aron Sigurðarson jafnaði fyrir KR skömmu síðar, áður en Byström kom gestunum yfir á ný.
Vuk Oskar Dimitrijevic átti eftir að koma Fram í 1-3 á þessum fjöruga kafla leiksins og þannig var staðan í hálfleik.
Aron minnkaði muninn fyrir KR þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Nær komust Vesturbæingar þó ekki. Lokatölur 2-3.
Fram fer þar með upp fyrir KR og í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, en KR er með 10.