fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Modric kveður Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 14:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Modric og Real Madrid munu ekki endurnýja samstarf sitt þegar samningur króatíska miðjumannsins rennur út í sumar og er hann því á förum.

Modric, sem verður fertugur í haust, hefur verið hjá Real Madrid síðan 2012. Á þeim tíma hefur hann unnið La Liga fjórum sinnum, Meistaradeildina sex sinnum og bikarinn tvisvar.

„Kæru stuðningsmenn Real Madrid, það er komið að stundinni sem ég vildi aldrei að kæmi. En allt hefur sitt upphaf og endi og á laugardag spila ég síðasta leikinn minn á Santiago Bernabeu,“ segir Modric meðal annars í tilkynningu sinni.

„Það hefur breytt lífi mínu að spila fyrir besta lið heims. Ég er svo stoltur af því að hafa verið hluti af einu besta tímabilinu í sögu þessa félags.“

Þó Modric kveðji Santiago Bernabeu um helgina mun hann taka þátt í HM félagsliða með Real Madrid áður en hann kveður endanlega í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar