Breyting hefur verið gerð á leik Vals og Fram í Bestu deild karla í næsta mánuði.
Leikurinn fer nú fram 2. júní kl. 19:15 á heimavelli Vals, N1-vellinum Hlíðarenda. Átti hann upphaflega að fara fram degi fyrr.
Um er að ræða viðureign í 10. umferð. Valur er sem stendur í 7. sæti með 9 stig, líkt og Fram sem er þó sæti neðar á markatölu.
Valur – Fram
Var: 01.06.2025 19:15, N1-völlurinn Hlíðarenda
Verður: 02.06.2025 19:15, N1-völlurinn Hlíðarenda