Það er ekki bara eitt stórlið að horfa til sóknarmannsins Darwin Nunez sem er mikið orðaður við Napoli í dag.
Napoli er talið vera að horfa til Nunez sem spilar með Liverpool en hefur ekki staðist væntingar á Anfield.
Nú er Atletico Madrid sagt hafa áhuga á sóknarmanninum sem er 25 ára gamall og var áður hjá Benfica.
River Plate í Argentínu og lið í Sádi Arabíu eru einnig orðuð við Nunez sem hefur skorað 40 mörk fyrir þá ensku.
Liverpool borgaði 85 milljónir evra fyrir Nunez á sínum tíma en vonast til að fá 30-35 milljónir í sumar.