fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“

433
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Julien Maggiotti lenti í virkilega óheppilegu og óþarfa vandræðum áður en janúarglugganum fræga var lokað á dögunum.

Maggiotti er leikmaður Bastia í næst efstu deild Frakklands en hann taldi sig vera á leið til liðs sem heitir Eintracht Brunswick í næst efstu deild Þýskalands.

Það var ‘maður á vegum’ Brunswick sem hafði samband við Maggiotti á lokastundu gluggans og bauð honum að koma á lánssamningi til félagsins.

Þessi maður sagðist vera yfirmaður knattspyrnumála Brunswick sem reyndist ekki rétt en hann vildi aðeins peninga frá leikmanninum.

Maggiotti taldi sig vera á leið til Þýskalands í marga klukkutíma áður en umboðsmaður hans komst að því að um lygi væri að ræða.

Ónefndi maðurinn bað Maggiotti um 12 þúsund evrur svo hann gæti bókað læknisskoðun fyrir leikmanninn og þá byrjuðu ákveðnar viðvörunarbjöllur að hringja.

Brunswick hafði aldrei íhugað að fá miðjumanninn í sínar raðir en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.

,,Umboðsmaðurinn minn hafði samband við einn tengilið í Þýskalandi og komst að því að Eintracht Brunswick hafði aldrei sýnt mér áhuga og þetta voru allt lygar,“ sagði Maggiotti.

,,Það var erfitt að bíða alla þessa klukkutíma, þú byrjar að spyrja sjálfan þig spurninga. Þú spyrð hvað þú hafir gert til að eiga þetta skilið?“

,,Ég er ekki að kenna neinum um en þetta gerðist bara við mig persónulega, það er allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“