fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn agndofa eftir frammistöðu nýja mannsins í gær – ,,Þvílíkur leikmaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Chelsea voru í raun agndofa yfir frammistöðu vængmannsins Jadon Sancho í gær.

Sancho er alls ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Manchester United en hann stóðst ekki væntingar á Old Trafford.

United ákvað að lána Sancho til Chelsea í sumar og spilaði Englendingurinn sinn fyrsta leik í gær.

Sancho kom inná sem varamaður í hálfleik en hann lagði upp eina mark leiksins á Christopher Nkunku.

Sancho var besti maður vallarins eftir innkomuna og átti margar flottar rispur í tæpum 1-0 sigri.

,,Jadon Sancho, þú ert ótrúlegur,“ skrifaði einn á samskiptamiðlinum X og bætir annar við: ,,Þetta er Sancho sem við þekkjum, þvílíkur leikmaður.“

Fjölmargir aðrir tóku undir þessi ummæli en Chelsea þarf að kaupa leikmanninn næsta vetur eftir að lánssamningi lýkur.

Sancho var valinn bestur af Sky Sports eftir leik eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot