fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Arnar spáir lítið í þessu – „Valur var líka í góðri stöðu fyrir stuttu síðan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 14:00

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu vikur í Bestu deild karla hafa spilast vel fyrir Víking. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki á meðan bæði Valur og Breiðablik hafa tapað stigum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, er þó ekki of upptekinn af þessu.

Víkingur er sem stendur með 33 stig á toppi deildarinnar, 5 stigum á undan Val og 6 á undan Breiðabliki.

„Ég tók þá ákvörðun fyrir tímabilið að vera ekki að hugsa ekki of mikið um önnur lið þó maður auðvitað fylgist með. En það gefur auðvitað „boost“ að hin liðin séu að tapa stigum. En það er gamla klisjan, við erum bara við sjálfir. Mér finnst eins og við séum okkar helsti andstæðingur,“ sagði Arnar við 433.is í gær.

video
play-sharp-fill

„Til að vera á öllum þessum vígstöðvum þarftu smá heppni með þér. Það þurfa hlutir að falla með þér hvað varðar meiðsli, dómaraákvarðanir, stöngin inn eða stöngin út. Þannig á það líka að vera, það á að vera erfitt að vinna titla.“

Arnar benti þó á að þó að staðan líti vel út fyrir ríkjandi meistara sem stendur séu hlutirnir fljótir að breytast.

„Við erum í góðri stöðu núna en Valur var líka í góðri stöðu fyrir stuttu síðan. Svo allt í einu tapa þeir í deild og bikar. Þetta er ótrúlega fljótt að gerast. Við gætum tapað á morgun og svo á móti KA í næsta leik. Þá er heimurinn að farast. Þetta er fljótt að breytast. En ég held að það sé góð reynsla í þessum hóp og gæði sem koma í veg fyrir það.“

Viðtalið við Arnar í heild er í spilaranum, en það var rætt við hann í tilefni að leiknum gegn Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn
Hide picture