

Breiðablik 3 – 1 Tikves
0-1 Edin Spahiu(‘9)
1-1 Kristinn Steindórsson(’44)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson(’53)
3-1 Kristófer Ingi Kristinsson(’85)
Breiðablik er komið áfram í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik gegn Tikves frá Makedóníu í kvöld.
Blikar töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra eftir að hafa komist í 2-0 og allt opið fyrir seinni leikinn.
Tikves komst yfir í leiknum eftir aðeins níu mínútur en þeir íslensku jöfnuðu metin er stutt var eftir af fyrri hálfleik.
Breiðablik bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik og tryggði sér áfram samanlagt 5-4.
Næsti andstæðingur Breiðabliks er FC Drita frá Kosovó.