fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Hafnaði sjö ára samningi og var svo rekinn eftir tæplega ár

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkó var ekki lengi að rífa í gikkinn og hefur ákveðið að reka landsliðsþjálfara sinn Jaime Lozano úr starfi.

Lozano er fyrrum landsliðsmaður Mexíkó en hann spilaði 34 leiki á sínum ferli fyrir landsliðið og skoraði 12 mörk.

Mexíkó ákvað að treysta á Lozano fyrir Copa America í sumar en eftir mjög slæmt gengi var hann látinn fara.

Lozano tók við Mexíkó fyrir um 10 mánuðum síðan en liðið datt úr riðlakeppninni á Copa á dögunum.

Þolinmæðin var engin hjá knattspyrnusambandinu sem bauð honum samning til ársins 2030 í fyrra.

Það var athyglisverður samningur en Mexíkó vildi nota Lozano sem aðstoðarþjálfara fyrstu þrjú árin og svo ráða hann endanlega til allavega ársins 2030.

Lozano hafnaði því boði og vildi fá að taka við liðinu sjálfur en því miður þá gengu hlutirnir ekki upp og er hann atvinnulaus í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla