fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Cazorla staðfestir viðræður við Arsenal

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júní 2024 17:30

Cazorla með Arsenal á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Santi Cazorla hefur staðfest það að hann hafi rætt við Mikel Arteta um að snúa aftur til Arsenal í sumar.

Þetta eru fregnir sem koma mörgum á óvart en Cazorla er 39 ára gamall og leikur með Real Oviedo í dag.

Cazorla er enn að spila og stefnir á að koma liðinu í efstu deild í umspilsleik gegn Eibar í næstu viku en sigurliðið fer í úrslitaleikinn sjálfan.

Hvort Cazorla leggi skóna á hilluna eftir það er óljóst en hann gæti mögulega tekið að sér þjálfarastarf í London.

,,Ég er með sérstaka tengingu við Arsenal. Ég var þar í sex frábær ár og ég veit að fólkið þar elskar mig,“ sagði Cazorla.

,,Auðvitað var ég heppinn að fá að deila búningsklefa með Mikel Arteta og hann er þjálfari liðsins í dag.“

,,Við höfum rætt endurkomuna en núna er ég að einbeita mér að því að hjálpa Oviedo og njóta þess að spila fótbolta.“

,,Eftir það þá getum við skoðað framtíðina. Arsenal er það félag sem hefur alltaf opnað dyrnar fyrir endurkomu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér