Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu í Lengjudeild karla missti sig í gleðinni síðasta laugardag þegar liðið heimsótti Dalvík/Reyni.
Brazell fékk tvö gul spjöld í leiknum fyrir kjaftbrúk og þar með rauða spjaldið frá Gunnari Hafliðasyni dómara leiksins.
Myndband náðist af því þegar Brazell var með dónaskap og las yfir varamannabekk Dalvíkur/Reynis.
„Fuck off,“ sagði Brazell til að byrja með og fékk gula spjaldið fyrir það.
Eftir einhver orðaskipti við bekk Dalvíkur/Reynis hélt Brazell svo áfram og virtist klár í að takast á. „Hvað ætlar þú að gera?,“ sagði þjálfarinn.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Tandurhrein Enska frá þjálfara Gróttu😅 #islenskurfotbolti pic.twitter.com/Nqh3OmyEcm
— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) June 5, 2024