fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir ráku upp stór augu er þeir sáu að einvígi Arsenal og Bayern Munchen annars vegar og Real Madrid og Manchester City hins vegar yrðu leikin á sama kvöldi. Breski miðillinn Talksport kveðst hafa útskýringar fyrir þessu.

Að margra mati er um tvö stærstu einvígi 8-liða úrslitanna að ræða en í gær mættust Barcelona og PSG annars vegar og Dortmund og Atletico Madrid hins vegar. PSG og Dortmund fóru áfram.

Í kvöld kemur svo í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim en jafnt er í báðum einvígum fyrir seinni leikina í kvöld.

Talksport segir að ástæða þess að Arsenal og City spila stórleiki sína sama kvöld sé sú að Real Madrid og Atletico Madrid hafi bæði fengið fyrri leik sinn á heimavelli í síðustu viku. Sambandið vildi ekki að þeir færu fram sama kvöld í spænsku borginni.

Enski miðillinn segir þetta jafnframt högg fyrir sjónvarpsrétthafa sem hefðu viljað hafa Bayern Munchen gegn Arsenal og Manchester City gegn Real Madrid sitt hvort kvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur