fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Ræddu um ástandið á Gylfa fyrir föstudaginn – „Þarna þurfti hann að taka ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur misst af síðustu tveimur leikjum Vals vegna meiðsla en ætti að vera klár í slaginn fyrir landsleik Íslands og Wales á föstudag.

Eymsli í baki hafa hrjáð Gylfa í sumar sem hefur orðið til þess að hann hefur misst af nokkrum leikjum Vals.

Gylfi var ekki í hóp hjá Val í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik. „Hann var degi eða tveimur frá því að spila leikinn við Blika,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson fór yfir málið. „Ef hann reynir á bakið þá kemur álag, það að hvíla hjálpar honum ennþá meira. Þarna þurfti hann að taka ákvörðun, keyra á þetta eða bíða og spila landsleikina og vera klár í leikinn gegn Stjörnunni sem skiptir mestu máli fyrir Val.“

Andri Már Eggertsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport tók þá til máls. „Er Gylfi að fara þangað að labba inn í byrjunarliðið eftir að hafa ekki spilað síðustu tvo leikina. Spilar 23 september og var ekki nógu heill til að koma við sögu, mér finnst líka skrýtið eins og Age sagði að Gylfi hefði verið klár í síðustu viku. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði Andri.

Hrafnkell Freyr telur að þetta pirri engan Valsara að Gylfi mæti í landsleiki eftir að hafa misst af leikjum. „Ég held að Túfa átti sig á því að Gylfi er tíu sinnum stærri prófíll en hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins