Paul Pogba er tilbúinn að taka á sig gífurlega launalækkun til að spila fyrir Juventus á nýjan leik.
Pogba verður leikfær í mars á næsta ári en hann hefur undanfarið verið í banni eftir að hafa notað ólöglega stera.
Pogba var upprunarlega dæmdur í fjögurra ára bann en það bann var stytt fyrr á árinu og er hann því leikfær 2025.
Talið er að Juventus muni rifta samningi Pogba á næsta ári en hann er sjálfur vongóður um að fá annað tækifæri hjá félaginu.
,,Ég er reiðubúinn í að taka á mig launalækkun til að spila fyrir Juventus aftur. Ég vil snúa aftur,“ sagði Pogba.
,,Thiago Motta þarf að dæma stöðuna sjálfur á því sem hann sér. Það er eðlilegt að það sé slúðrað en ég vil spila og vera sé besti fyrir Juventus og Frakkland.“