Jack Wilshere er að kveðja Arsenal en hann hefur undanfarið þjálfað unglingalið félagsins.
Samkvæmt enskum miðlum er Wilshere að semja við Norwich sem spilar í næst efstu deild Englands.
Wilshere mun þar aðstoða aðallið félagsins og er að taka skref upp á við en hann ætlar að verða aðalþjálfari í framtíðinni.
Wilshere var frábær fótboltamaður á sínum tíma fyrir bæði Arsenal og England en meiðsli settu stórt strik í reikninginn.
Englendingurinn er talinn hafa sagt Arsenal að hann ætli að kveðja í bili og mun samþykkja samningstilboð Norwich,