fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Sáralítil bæting á gengi landsliðsins eftir að Hareide tók við af Arnari Þór

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2024 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide þjálfari íslenska landsliðsins hefur mistekist að bæta stigasöfnun íslenska landsliðsins af einhverju ráði á þeim 18 mánuðum sem hann hefur stýrt íslenska landsliðinu.

Hareide var ráðinn til starfa vorið 2023 þegar þá Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ og stjórn sambandsins ákvað að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi. Var Arnar rekinn því stjórn KSÍ taldi að Hareide gæti stýrt íslenska landsliðsinu inn á Evrópumótið í Þýskalandi, það mistókst.

Hareide hefur stýrt íslenska liðinu í 18 leikjum, fjórir af þeim eru æfingaleikir. Hareide hefur unnið 75 prósent af æfingaleikjunum en aðeins 28 prósent af keppnisleikjum liðsins. Til að reyna að setja hlutina í samhengi og reikna út meðaltal þjálfaranna ákváðum við að reikna sigur í æfingaleikjum sem þrjú stig og þar fram eftir götunum.

Getty Images

Þar kemur fram að Hareide hefur tekist að bæta stigasöfnun liðsins en það sáralítið, undir stjórn Arnars Þórs sótti íslenska landsliðsins að meðaltali 1 stig í leik. Undir stjórn Hareide hefur bætingin verið um 0,2 eða 1,2 stig að meðaltali í leik.

Undir stjórn Arnars Þórs fékk íslenska liðið á sig að meðaltali 1,54 mörk í leik en undir stjórn Hareide hefur varnarleikurinn versnað og fær liðið á sig 1,61 mark að meðaltali í leik.

Undir stjórn Hareide hefur markaskorun hins vegar batnað en íslenska liðið skorar 1,38 mark að meðaltali í leik undir hans stjórn en hjá Arnari Þór var meðaltalið 1,12.

Undir stjórn Arnars Þórs
31 stig
31 leikur

1 stig að meðaltali í leik

Age Hareide:
22 stig
18 leikir

1,2 stig að meðaltali í leik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár