
Armando Broja, framherji Chelsea, er sennilega á leið til nýliða Ipswich eftir allt saman.
Albanski framherjinn var á leið til Ipswich á láni með 30 milljóna punda kaupskyldu næsta sumar ef liðið héldi sér uppi í ensku úrvalsdeildinni.
Svo komu hins vegar upp meiðsli í læknisskoðun Broja og skiptin duttu upp fyrir í bili.
Félögin settust hins vegar aftur að samningaborðinu og má gera ráð fyrir að Broja verði leikmaður Ipswich áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í kvöld.
🚨🚜 Chelsea and Ipswich Town now in advanced talks for Armando Broja deal to be re-activated.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024