fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

HK fær háa sekt frá KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 15:21

Kórinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild HK hefur verið sektuð um 250 þúsund krónur vegna framkvæmdar og skipulags í aðdraganda leiks liðsins gegn KR á dögunum.

Leikurinn átti að fara fram 8. ágúst en var frestað til 22. ágúst vegna brotins marks í Kórnum. Málið hefur mikið verið í fréttum undanfarið en eins og frægt er fór KR fram á að vera dæmdur 3-0 sigur vegna málsins.

Meira
Kröfu KR hafnað og leikurinn fer fram í kvöld

Af vef KSÍ:

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 27. ágúst 2024, voru teknar fyrir skýrslur frá eftirlitsmanni og dómara á fyrirhuguðum leik HK og KR  í Bestu deild karla, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. Eftirfarandi kemur m.a. fram í úrskurðinum:

„Að virtum öllum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant. Nánar tiltekið er það mat nefndarinnar að framkvæmd og skipulag fyrirhugaðs leiks hafi verið ámælisvert og óásættanlegt og falli því undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. Samkvæmt atvikalýsingum þeim sem lýst er í skýrslum eftirlitsmanns og dómara hafi HK virt að vettugi reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2024 og ákvæði 9. greinar reglugerðar um knattspyrnuleikvanga. Í handbók leikja er að finna reglur, ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja í meistaraflokki sem samþykkt var af stjórn KSÍ 13.03.2024. Eftirfarandi kemur m.a. fram í handbókinni:

Mörk
Mörkin og netin skulu vera samkvæmt knattspyrnulögunum. Minnt er á, að markstangir og þverslá skulu vera hvítar að lit. Einnig þurfa að vera til staðar varamörk.

Handbók leikja sækir stoð sína í heimild í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um að stjórn KSÍ setji nánari reglur og leiðbeiningar um einstök mót, sbr. grein 1.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er aga- og úrskurðarnefnd heimilt að beita viðurlögum samkvæmt lögum og reglugerðum KSÍ gagnvart m.a. aðildarfélögum KSÍ vegna brota þeirra á lögum KSÍ, reglugerðum KSÍ og öðrum reglum, sbr. grein 2.3. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Í 9. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga kemur skýrlega fram  hvernig mörk og varamörk skuli vera og hvaða kröfur þau skuli uppfylla vegna keppnisleikja á Íslandsmóti í meistaraflokki. Þá komi þar skýrt fram að varamark verði að vera tiltækt á leikvanginum, sem auðvelt sé að setja upp ef aðstæður krefjast þess.

Með vísan til greinar 5.10., sbr. k lið 44.1. greinar í lögum KSÍ ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ því að sekta knattspyrnudeild HK vegna framkvæmdar og skipulags í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst sl. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar HK hæfilega ákveðin kr. 250.000.“

Úrskurðurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist