fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Orri Steinn til Manchester City?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 20:39

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK í Danmörku og íslenska landsliðsins, er sagður vera á óskalista enska stórliðsins Manchester City.

Orri hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann fær í Danmörku en hann var oft varamaður á síðustu leiktíð.

Real Sociedad var orðað við leikmanninn á dögunum en FCK vill fá háa upphæð fyrir þennan öfluga sóknarmann.

David Ornstein hjá Athletic greinir nú frá því að Orri sé á óskalista City sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð.

Orri yrði varamaður fyrir Erling Haaland en þessi 19 ára gamli strákur myndi kosta yfir 20 milljónir evra.

Það yrði risastórt skref fyrir Orra að fara til City en um er að ræða eitt besta ef ekki besta félagslið heims.

Ornstein segir að Orri sé ekki líklegast kosturinn fyrir Englandsmeistarana en gæti mögulega fært sig til Manchester áður en glugginn lokar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Í gær

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland