

England hefur ákveðið að ráða tvær fyrrum stjörnur til starfa í þjálfarateymi enska landsliðsins fyrir komandi verkefni.
Lee Carsley er bráðabirgðarstjóri liðsins þessa stundina en hann tók við keflinu af Gareth Southgate.
Southgate lét af störfum eftir EM í sumar en England fór alla leið í úrslitin en tapaði þar gegn Spánverjum.
Ashley Cole, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, verður aðstoðarþjálfari Carsley en hann lék yfir 100 landsleiki á sínum tíma.
Joleon Lescott, fyrrum varnarmaður Manchester City, var einnig ráðinn í þjálfarateymið en hann hafði áður unnið með U21 landsliðinu.