
Bournemouth er að vinna í því að fá Kepa Arrizabalaga á láni frá Chelsea samkvæmt The Athletic.
Kepa er ekki inni í myndinni hjá Chelsea, en hann var á láni hjá Real Madrid á síðustu leiktíð. Þar vann hann bæði deild og Meistaradeild en missti sæti sitt í markinu þegar leið á tímabilið.
Bournemouth er í leit að markverði og hefur Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, til að mynda verið orðaður við félagið.
Nú virðist hins vegar sem svo að Kepa verði lausnin. Hann á þó aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea svo hann þyrfti að framlengja hann áður en hann fer á láni til Bournemouth.
🚨 EXCL: Bournemouth working on deal to sign Kepa Arrizabalaga on loan from Chelsea. #AFCB in talks with #CFC + 29yo; top target but options include Ramsdale & also interest from other clubs. Contract 2025 so would need extension before move @TheAthleticFC https://t.co/S1BpInEdYI
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 23, 2024