
Chelsea hefur staðfest komu Joao Felix aftur til félagsins frá Atletico Madrid.
Enska félagið greiðir 42,6 milljónir punda, en skiptin marka endurkomu hans á Stamford Bridge. Hann lék með Chelsea á láni seinni hluta þarsíðustu leiktíðar.
Á síðustu leiktíð var Felix á láni hjá Barcelona, en hann var ekki inni í myndinni hjá Atletico.
„Ég er svo glaður að vera kominn aftur til Chelsea og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Portúgalinn meðal annars eftir undirskrift.
Kaupin á Felix eru þau tíundu hjá Chelsea í sumar, en félagið hefur eytt yfir 200 milljónum punda.
Chelsea is where he belongs. 🏡
We are delighted to announce the signing of Joao Felix from Atletico Madrid. 🇵🇹🔵 pic.twitter.com/k8jF2PNSgV
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 21, 2024