
Manchester City er búið að finna arftaka Julian Alvarez. Það er Kyogo Furuhashi hjá Celtic. The Athletic greinir frá.
Furuhashi er 29 ára gamall Japani sem hefur skorað 73 mörk í 135 leikjum með Celtic undanfarin ár.

Hjá City eru menn bjartsýnir á að landa Furuhashi á næstu dögum.
Sem fyrr segir yrði hann eins konar arftaki Alvarez í hópnum hjá City, en sá gekk í raðir Atletico Madrid eftir tvö ár í Manchester á dögunum.