Þeim Erling Braut Haaland og Marc Cucurella virðist ekki vera vel til vina miðað við það sem gekk á í leik Chelsea og Manchester City í gær.
Haaland skoraði fyrra markið í 0-2 sigri City, en hann hristi af sér Cucurella til að koma boltanum framhjá Robert Sanchez í marki Chelsea.
Það er skondið í ljósi þess að eftir sigur Spánar á EM í sumar fagnaði Cucurella með því að semja lag um sjálfan sig. Söng hann þar meðal annars um að Haaland myndi „skjálfa“ þegar Cucurella kæmi nálægt honum.
„Cucurella er fyndinn maður. Á síðustu leiktíð bað hann um treyjuna mína en í sumar samdi hann lag um mig,“ sagði Haaland eftir leik.
Enskir miðlar hafa nú svo vakið athygli á myndbandi frá leiknum í gær. Þar gekk Haaland framhjá Cucurella er sá síðarnefndi virtist hafa fengið krampa, í stað þess að aðstoða hann.
Myndbandið er hér að neðan.
Cucurella was asking for help then Haaland just walked past him😂
🔗 @eplzgoals ⚽https://t.co/lb3TgeiL56 pic.twitter.com/EbpDrHxhI0
— Epl goals (@granit1746) August 18, 2024