

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, hefur gefið sterklega í skyn að Joao Felix sé til sölu í sumarglugganum.
Felix er orðaður við Chelsea sem og önnur lið en hann er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Atletico.
Ástæðan er sú að Felix sagðist vera að upplifa drauminn er hann var lánaður til Barcelona í eitt tímabil en hann var að lokum ekki keyptur til félagsins.
,,Hann er að standa sig vel, eins og þið getið séð,“ sagði Simeone í samtali við blaðamenn.
,,Hann kemur fram eins og við er að búast frá leikmanni Atletico.. Hann er trúr félaginu. Hann æfir eins vel og hann getur og er tilbúinn í samkeppni.“
,,Aðens tíminn mun leiða í ljós hvort við getum notað hann í vetur eða ekki.“